0.6 C
Selfoss

Opið hús í nýjum húsakynnum RARIK

Vinsælast

RARIK býður gestum og gangandi á opið hús í nýrri starfsstöð fyrirtækisins við Larsenstræti 4 á Selfossi, þann 15. september frá klukkan 13:00-16:00. Þar mun gestum gefast tækifæri til að kynna sér nýjustu starfsstöð þekkingarfyrirtækisins RARIK sem er leiðandi afl í orkuskiptum á landsbyggðinni með raforkudreifikerfi sínu. Starfsfólk RARIK verður á staðnum til að sýna sérhæfð ökutæki og búnað, svara spurningum, fræða gesti um starfsemi fyrirtækisins og helstu áskoranir.

Það er ekki nauðsynlegt að skrá sig og húsið er opið öllum. Léttar veitingar verða í boði.

Nýjar fréttir