2.8 C
Selfoss

Skin og skúrir í Hrunaréttum

Vinsælast

Sauðfjárréttir á Suðurlandi hófust sl. föstudag í Hrunamanna- og Gnúpverjahreppum.

Um helgina voru svo Reykjaréttir á Skeiðum, Tungnaréttir í Biskupstungum, Haldréttir og Þóristunguréttir í Holtamannaafrétti. Á mánudag var svo réttað á Fjallrétt við Þórólfsfell.

„Skin og skúrir í Hrunaréttum og óvenju glaðlegir litir á klæðnaði réttagesta. Sama hvernig viðrar er alltaf gaman í réttum. Það er gert hlé á réttastörfum til að borða nestið, sem víða var vel í lagt og kunningjar eiga saman spjall,kannski bara einu sinni á ári… í réttunum,“ sagði Helga Ragnheiður Einarsdóttir, sem mætt hefur í réttir áratugum saman, í samtali við Dagskrána. Helga sendi okkur meðfylgjandi myndir sem sýna ánægða og litskrúðuga réttagesti, þrátt fyrir augljósa úrkomu.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tímasetningar á auglýstum réttum sem framundan eru á landshlutanum.

Laugardaginn 16. september

Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum kl 11:00
Fossvallarétt í Lækjarbotnalandi kl 14:00
Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Árn. kl. 14.00
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. kl. 15.00

Sunnudaginn 17. september

Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. kl. 11.00
Þórkötlustaðarétt í Grindavík kl. 14.00
Ölfusrétt í Reykjadal, Ölfusi kl. 15.00
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. kl. 17.00

Mánudaginn 18. september

Grafningsrétt í Grafningi kl. 9.45

Fimmtudaginn 21. september

Landréttir við Áfangagil, Rang.

Laugardaginn 23. september

Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum, Rang.

Sunnudaginn 24. september

Selvogsrétt í Selvogi, Árn. kl. 9.00
Austur-Landeyjaréttir hjá Grenstanga, Rang. kl. 14.00
Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti, Rang. kl. 14.00

Heimild: Bændablaðið.

Nýjar fréttir