4.5 C
Selfoss

Glódís og Salka Heimsmeistarar í fimmgangi

Vinsælast

Glódís Rún Sigurðardóttir, Hestamannafélaginu Sleipni, og Salka frá Efri-Brú eru Heimsmeistarar í fimmgangi í ungmennaflokki eftir glæsilegan árangur á Heimsmeistaramóti í hestaíþróttum sem haldið var í Hollandi í ágúst sl. Þær hlutu 7,21 í einkunn og voru langefstar.

„Glódís var sigursælasti knapi félagsins á heimsmeistaramótinu. Sleipnir á tvo knapa í A-landsliðshópi fullorðinna, þau Ragnhildi Haraldsdóttur og Sigurstein Sumarliðason auk tveggja knapa í A-landsliðshópi ungmenna, Glódísi Rún Sigurðardóttur og Védísi Huld Sigurðardóttur. Einungis Glódís var valin af Heklu Katarinu Kristinsdóttur þjálfara U21 til að fara á heimsmeistaramótið að þessu sinni. Að baki þeim árangri að vinna til gullverðlauna á heimsmeistaramóti liggur gríðarleg vinna, þjálfun og undirbúningur,“ segir Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis.

Nýjar fréttir