2.3 C
Selfoss

Frábær þátttaka í snjalla-ratleiknum

Vinsælast

Sveitarfélagið Ölfus stóð fyrir „snjöllum“ ratleik í Skrúðgarðinum í Þorlákshöfn í sumar. Stig fengust fyrir að finna græna dreka sem birtust á korti í snjalltækjum þátttakenda og svara spurningum sem birtust á bakvið þá á sem skemmstum tíma.

Leikurinn var opinn frá 17. júní til 15. ágúst og tóku vel á annað hundrað börn og fullorðnir þátt í 47 liðum leiksins. Tilgangur leiksins var meðal annars til að auka útivist og samveru fjölskyldunnar og virðist það hafa heppnast afar vel.

Í tilkynningu frá Ölfusi segir að þau taki fegin á móti hugmyndum um fleiri útivistarverkefnum sem tengjast lýðheilsu og útivist.

Vinningshóparnir sem voru með flest svör á styðstum tíma voru liðin Já, Hjartarós og Team Malmquist.

Nýjar fréttir