2.3 C
Selfoss

„Ekki verið að skerða heilbrigðisþjónustu í Uppsveitum“

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU sendi fyrr í vikunni frá sér yfirlýsingu í ljósi umræðunnar í samfélaginu,varðandi læknamönnun á heilsugæslu HSU í Laugarási, þar sem áréttaði að ekki væri verið verið að skerða heilbrigðisþjónustuna í Uppsveitum Suðurlands.

„Heilbrigðisstofnun Suðurlands starfrækir tíu heilsugæslustöðvar á Suðurlandi. Heilbrigðisþjónusta er í stöðugri endurskoðun og mikilvægt er að horfa til framtíðar og leggja mat á hvernig best er að þróa og bæta starfsemi heilsugæslu á hverjum stað fyrir sig. Í heilsugæslustöð HSU í Uppsveitum Suðurlands sem í dag er staðsett í Laugarási er verið að endurskoða starfsemi stöðvarinnar með það fyrir augum að bæta heilbrigðisþjónustu á svæðinu með aukinni dagþjónustu,“ segir Díana.

Þá segir hún að í þeirri skipulagsbreytingu sé m.a. unnið að því að fjölga læknatímum og bæta við samdægurstímum fyrir skjólstæðinga sem þurfa á slíku að halda. „Markmiðið með þessum breytingum er að heilbrigðisþjónustan fái tækifæri til að eflast og dafna í vaxandi samfélagi sem Uppsveitirnar svo sannarlega eru. Bráðaviðbragði er sinnt af sjúkraflutningum HSU allan sólarhringinn og læknir er á bakvakt á svæðinu fyrir alvarleg bráðatilfelli utan dagvinnutíma. Nú sem endranær leggjum við hjá HSU áherslu á að tryggja góða og örugga þjónustu,“ segir Díana að lokum.

Nýjar fréttir