4.5 C
Selfoss

Arnar keppir á heimsmeistaramóti í judo

Vinsælast

Landsliðsþjálfari Judosambands Íslands hefur valið Arnar Helga Arnarsson frá Judofélagi Suðurlands, til þess að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti ungmenna undir 18 ára í Zagreb Króatíu um næstu helgi.

„Arnar er efnilegur íþróttamaður. Hann hefur undirbúið sig vel og æft tvisvar á dag í allt sumar, auk þess sem hann er ný kominn heim eftir 3 vikna æfingabúiðir í Grikklandi, undir umsjón George Buntakis, þjálfara Judofélags Suðurlands,“ segir í tilkynningu frá Judofélagi Suðurlands.

Nýjar fréttir