0 C
Selfoss

45 keppendur á héraðsmótinu í frjálsum

Vinsælast

45 keppendur frá sex aðildarfélögum HSK tóku þátt í héraðsmóti HSK í frjálsum sem haldið var á tveimur kvöldum í síðustu viku, dagana 16. og 17. ágúst. Samhliða því móti fór fram héraðsmót fatlaðra í frjálsum, þar sem fjórir keppendur voru skráðir til leiks.

Ólafur Guðmundsson Selfossi var sigursælasti keppandinn í karlaflokki, en hann vann fjórar greinar, þar á eftir kom Daníel Breki Elvarsson með þrjá titla. Í kvennaflokki vann Helga Fjóla Erlendsdóttir Garpi  þrjár einstaklingsgreinar. Þær Ísold Assa Guðmundsdóttir Selfossi og Hugrún Birna Hjaltadóttir Selfossi unnu einnig þrjár greinar alls, tvær einstaklingsgreinar og boðhlaup. María Sigurjónsdóttir úr Suðra vann þrjár kastgreinar á héraðsmóti fatlaðra.

Eitt HSK met var sett á héraðsmótinu, en Jón M. Andreasen Finnbogason úr Umf. Gnúpverja bætti 18 ára gamalt met Haraldar Gísla Kristjánssonar um rúmar 12 sek. í 800 metra hlaupi í flokki 30-34 ára. Jón hljóp á 2;40,15 mín. Í lok móts voru veitt sérverðlaun fyrir stigahæstu keppendur mótsins og sigurvegara í stigakeppni félaga. Helga Fjóla Erlendsdóttir varð stigahæst í kvennaflokki og Daníel Breki Elvarsson var stigahæsti karl mótsins. Því miður var villa í stigaútreikningnum  á mótinu og Ólafur Guðmundsson fékk afhentan stigabikar karla, en hið rétta er að Daníel fékk flest stig karla.

Selfoss vann stigabikarinn örugglega með 303,5 stig, Dímon varð í öðru sæti með 53 stig og Garpur varð í þriðja með 47,5 stig.

Heildarúrslit má sjá á www.hsk.is.

HSK

Nýjar fréttir