9.5 C
Selfoss

Nýr gervigrasvöllur og Hamarshöllin sett á bið

Vinsælast

Það er mat bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar sem haldinn var í morgun. Einnig kemur fram að efnahagsumhverfið sé mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar.

Nýr upphitaður gervigrasvöllur

Ákveðið hefur verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. Að mati bæjarráðs munu þessar aðgerðir skapa meiri tíma til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið að fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Nýi gervigrasvöllurinn verður upphitaður og upplýstur og staðsettur í Dal eins og gert var ráð fyrir í skipulagi Hveragerðisbæjar. Áætluð verklok eru haustið 2024.

Nýjar fréttir