2.3 C
Selfoss

Grafík fjölskyldusmiðja í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Þann 29. júlí býður Listasafn Árnesinga upp á grafíska fjölskyldusmiðju á milli kl 13-15:30.

Stephanie Rivray eða Mady Mado eins og hún kallar sig er listakona búsett í París sem sérhæfir sig í blandaðri tækni. Hún dregur innblástur frá myndum af sameiginlegri fortíð okkar. Hún blandar saman gömlum ljósmyndum, formum og mynstrum með ýmsum grafík aðferðum tildæmis einþrykki, þurrnál eða cyanotype til að mynda tengingu á milli fortíðar og nútíma. Stephanie rannsakar minningar, kvenleika, náttúru og sambönd í verkum sínum.

Í þessari smiðju verður búin til leporello bók þar sem notast verður við klippimyndir, teikningu og þurrnál og svo fá þátttakendur að þrykkja með pastavél. Þurrnál aðferðin verður einfölduð svo að fólk og börn á öllum aldri geti tekið þátt. Það má taka með myndir af eigin vali sem innblástur ef vilji er fyrir hendi.

Fólk og börn á öllum aldri eru boðin innilega velkomin, skráning fer fram á listasafn@listasafnarnesinga.is og aðgangur er ókeypis.

Nýjar fréttir