11.7 C
Selfoss

Grillaður silungur með nýuppteknum kartöflum

Vinsælast

Gunnar Ingi Jónsson er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Ég vill þakka Fannari fyrir þessa áskorun. Maður er aldrei svikin af því að kíkja í kjötbúrið til hans að næla sér í eitthvað á grillið. Það er ekki auðvelt að koma á eftir svona meistarakokk en ég ætla að reyna. Þar sem sumarið er í hámarki þá ætla ég að bjóða uppá uppskrift afgrilluðum silungi.

Grillaður silungur

Best er að byrja á að fara að veiða fiskinn einhversstaðar við fallegt vatn eða í versta falli að rúlla útí næstu fiskbúð

Gott er að reikna með ca flaki á mann en það fer auðvitað eftir stærð fisksins.
Sítróna eða lime
Sítrónupipar
Hvítlaukur
Nóg af smjöri

Flakið er lagt á álpappír, kreist yfir það safi úr hálfri sítrónu eða limei og kryddað með sítrónupipar. Hálft hvítlauksrif er skorið smátt og dreift jafnt yfir. Því næst er sett smjör yfir fiskinn, mér finnst best að skera smjörið með ostaskera og er passlegt að hafa ca 3 sneiðar. Stranglega bannað að nota smjörlíki.

Fiskurinn er grillaður á meðalheitu grilli í ca 10 min eða þar til hann byrjar að lýsast.

Með þessu er gott að bera fram nýuppteknar kartöflur, vel af smjöri og ferkst salat.

Ég vill senda boltann yfir á Ingimar Helga Finnsson. Hann er einstaklega lunkinn bakvið eldavélina og hlakka ég til að sjá hvað kemur frá honum.

Nýjar fréttir