6.7 C
Selfoss

Rúmlega 30 keppendur af HSK svæðinu á Landsmóti 50+

Vinsælast

Um 350 keppendur tóku þátt í Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið var  í Stykkishólmi um síðustu helgi.

Rúmlega 30 keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í mótinu. Vinsælustu greinarnar hjá sunnlendingum voru bridds, golf, ringó og frjálsar. Við áttum einnig fulltrúa í fleiri greinum, s.s. sundi, pútti og stígvélakasti.

Keppendur HSK unnu nokkra landsmótsmeistartitla á mótinu. Tvö ringólið frá HSK tóku þátt og unnu gull og brons. Í sigurliðinu voru Rangæingarnir Ólafur Elí Magnússon, María Rósa Einarsdóttir, Erlendur Árnason og Sigríkur Jónasson.

Í sundi vann Tómas Jónsson á Selfossi tvo titla í flokki 90 ára og eldri, en hann synti 100 m bringusund á 2;39,34 mín. og 50 m bringusund á 1;12,57 mín. Ótrúlegur árangur hjá Tómasi sem varð 90 ára í janúar á þessu ári. Frændurnir úr Flóanum, þeir Jón M. Ívarsson og Sigmundur Stefánsson unnu báðir titla í frjálsum á mótinu. Jón varð landsmótsmeistari í lóðkasti og kringlukasti í flokki 70-74 ára og Sigmundur vann lóðkast í 75-79 ára flokki. Keppendur úr aðildarfélögum HSK unnu tvo titla í golfi. María Ragna Lúðvíksdóttir úr Golfklúbbi Selfoss vann 50-64 ára flokk kvenna og Jóhannes Elíasson úr Golfklúbbi Ásatúns vann 50-64 ára flokk karla.

Auk ofantalinna titla unnu HSK keppendur silfur- og bronsverðlaun í frjálsum, ringói, pútti og stígvélakasti. Þess má geta að þegar þetta er ritað á eftir er að birta úrslit úr nokkrum greinum og því gætu bæst við fleiri í þessa upptalningu.

Fjórir keppendur frá USVS kepptu á mótinu og unnu þrír þeirra titla á mótinu. Ragnheiður Högnadóttir vann kringlukast og spjótkast í flokki 60-64 ára, auk þess að vinna til verðlauna í körfuknattleik. Sabína Victoria Reinholdsdóttir vann 100 m hlaup og götuhlaup í flokki 50 -54 ára og Hafdís Eggertsdóttir vann 100 m hlaup, spjótkast, í flokki 70-74 ára.

Úrslit greina má sjá á www.umfi.is.

HSK

Ljósmyndir: HSK/UMFÍ

Nýjar fréttir