11.1 C
Selfoss

Sýningarspjall á sýningu Guðrúnar Arndísar Tryggvadóttur ONÍ í Sesseljuhúsi

Vinsælast

Guðrún Arndís Tryggvadóttir opnaði sýninguna ONÍ í vestursal Sesseljuhúss umhverfisseturs á Sólheimum í Grímsnesi þann 3. júní sl.

Laugardaginn 1. júlí nk. á milli kl 15-17 mun Guðrún verða á sýningunni og segja frá tilurð og hugmyndunum að baki málverkanna á sýningunni.

„Í verkunum á sýningunni er ég að kafa ofan í (ONÍ) efnisheiminn, jörðina og hafið og reyna að skoða sögu okkar í jarðlögum annars vegar og ástandi lífsins í hafinu hins vegar. Með verkunum er ég að leitast við að leiða mig sjálfa og nú áhorfendur, í ferðalag til að skoða það sem er okkur annars ekki sýnilegt og við leiðum hugann jafnvel ekki að, öllu jafna,“ segir Guðrún.

Sýningin stendur til 20. ágúst.

Nýjar fréttir