7.3 C
Selfoss

Dagbókin

Vinsælast

Frá því um áramót hef ég deilt fréttum, af störfum mínum sem forseti bæjarstjórnar og nú formaður bæjarráðs í Hveragerði, á Facebook-síðu tileinkaðri þessum verkefnum. Hér má sjá brot úr dagbókini.

Vikan hófst með meirihluta fundi þar sem bæjarstjóri fór yfir verkefnastöðuna. Fjölmargt var á efnisskránni eins og undanfarna fundi. Skipulagsmálin voru rædd en á fundi bæjarráðs 1. júní var samþykkt að auglýsa nýjar lóðir við Varmá. Um er að ræða 8 lóðir í þremur götum Álfafelli, Breiðumörk og Álfakletti. Heildarfjöldi íbúða er 12 talsins. Undirbúningur er í fullum gangi til að hægt sé að úthluta þessum lóðum á fyrsta fundi bæjarráðs í september. Hér er um að ræða einstakar lóðir við eina af náttúruperlum Hveragerðis, Varmá.

Fyrsta skóflustungan vegna byggingar þriðja áfanga viðbyggingar Grunnskólans í Hveragerði var tekin 3. júní. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir þessum framkvæmdum.

Íþróttamálin heyra undir bæjarstjóra og var ánægjulegt að heyra um þau góðu samskipti og þá fundi sem hann hefur átt með fulltrúum 6 deilda Hamars þ.e. körfubolta, sundi, blaki, fótbolta, badminton og fimleika. Á þessum fundum var nýting á íþróttahúsinu við Skólamörk rædd sem og önnur aðstaða og hvernig mætti bæta hana. Hefur bæjarstjóri einnig átt gott samtal við nágrannasveitarfélög varðandi samstarf um íþróttaaðstöðu. Einnig eru drög að stundatöflum tilbúin fyrir haustið.

Það hefur vart farið fram hjá neinum sem keyrir um Kambana að undirbúningur fyrir Zip línuna er á lokametrunum. Með tilkomu Zip línunnar eflist enn flóra ferðaþjónustannar í Hveragerði.

Að lokum var gaman að fylgjast með 5. flokki Hamars drengja í knattspyrnu keppa við Vestra hér á heimavelli. Undir lok leikjarins mættu meistaraflokks menn til að æfa á vellinum og gáfu sér tíma til að fylgjast með sínum mönnum og hvetja þá áfram. Drengirnir í 5. flokki efldust við hvatingu þessara góðu fyrirmynda og sigruðu leikinn!

Bestu kveðjur,
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og oddviti Framsóknar í Hveragerði

Dagbókina í heild sinni er að finna hér:
https://www.facebook.com/profile.php?id=100080504735082

Nýjar fréttir