9.5 C
Selfoss

Þrír viðburðir í Listasafni Árnesinga á sunnudag

Vinsælast

Sunnudaginn 25. júní nk, á milli kl. 11 og 15:30, verða þrír viðburðir í Listasafni Árnesinga. Kl. 11 verður Aðalheiður Eysteinsdóttir ásamt gestalistamönnum með viðburðinn 60 gjörningar á 6 dögum, klukkan 14 verður Rakel Pálsdóttir með leiðsögn um Þar sem landið hefst og klukkan 15 fer Hildur Hákonardóttir yfir feril sinn og segir frá verki sínu Sunnlenskar konur mótmæla á Alþingi.

Frítt er inn á alla viðburðina og öllum velkomið að koma og njóta í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.

Nýjar fréttir