7.8 C
Selfoss

Fjör á Héraðsleikum og Aldursflokkamóti HSK

Vinsælast

Aldursflokkamót HSK í frjálsum fór frá á Selfossvelli 13.-14. júní og fyrra kvöldið fóru einnig fram á sama stað Héraðsleikar HSK fyrir 10 ára og yngri.

Á héraðsleikunum fengu allir jafna viðurkenningu, en í flokkum 11-14 ára voru afhent verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin. Nú var keppt um stigabikar í hverjum aldursflokki fyrir sig á aldursflokkamótinu. Þjótandi vann bikarinn í 11 ára flokki, Dímon vann 13 ára flokkinn og Selfyssingar 12 og 14 ára flokkana. Selfyssingar höfðu talsverða yfirburði í heildarstigakepppni mótsins, hlutu alls 409 stig, Dímon varð í öðru sæti með 166 stig og Þjótandi varð í þriðja með 154 stig.

Eitt HSK met var sett á mótinu, en Bryndís Embla Einarsdóttir frá Selfossi bætti eigið met í spjótkasti í 14 ára flokki með 400 gr. spjóti, kastaði 44,76 metra.

Framkvæmd mótanna gekk vel, þökk sé sjálfboðaliðum félaganna sem framkvæmdu mótin með sóma. Búast má við að stór hluti keppenda aldursflokkamótsins mæti á Meistaramót Íslands 11-14 ára sem haldið verður á Selfossvelli dagana 23.-25. júní nk.

HSK

Nýjar fréttir