3.9 C
Selfoss

Hvað á að fylgja fasteign þegar hún er afhent?  

Vinsælast

Elín Káradóttir, 
Löggiltur fasteignasali hjá Byr fasteignasölu.

Fasteign á að afhenda að hádegi, nema samið sé um aðra tímasetningu innan dagsins. Það er á ábyrgð seljenda að tæma og þrífa fasteignina áður en hún er afhent kaupanda.

Margir spurja hvort ísskápur og uppþvottavél eigi að fylgja með. Það er ekki skylda að láta þessi tæki fylgja með en margir seljendur eru farnir að velja sér það, þar sem þessi tæki passa vel inn í þessa innréttingu en ekki endilega í næstu eign.

Það sem á að fylgja fasteignum (fylgifé fasteigna) er eftirfarandi:

  • Eldavél, ofn og vifta í eldhúsi, hafi það verið til staðar.
  • Múr- og naglfastar uppistöður og hillur í geymslu
  • Allar múr- og naglfastar innréttingar
  • Rimla-, strimla- og rúllugluggatjöld
  • Ljósleiðarinn og allt tengt honum að undanskildum rouder
  • Fastur ljósbúnaður og rafknúnir hurðaopnarar í bílskúr
  • Föst ljós og ljósakúplar skulu vera í eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi
  • Að minnsta kosti eitt perustæði í hverju herbergi
  • Föst hengi, innréttingar og tæki, auk vasks á baðherbergi og salerni.

Nýjar fréttir