6.7 C
Selfoss

Sr. Kristján endurkjörinn vígslubiskup

Vinsælast

Kjör til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fór fram dagana 7.-12. júní.

Rafrænni kosningu lauk á hádegi í gær, mánudaginn 12. júní, og lágu niðurstöður fyrir sama dag.

Kristján var endurkjörinn með 425 atkvæðum, eða 54,98% atkvæða.

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli fékk 267 atkvæði eða 34,54% og sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholtsprestakalli fékk 73 atkvæði eða 9,44% atkvæða. Á kjörskrá voru 1444 og greiddu 773 atkvæði eða 53,53%. Átta tóku ekki afstöðu.

Nýjar fréttir