GTS ehf hefur fengið afhenta fyrstu rafmangs lúxusrútuna sem kemur til Íslands. Um er að ræða 49+1 farþega hópferðabíl sem er 422 kw. Drægni er 350-400 km á hverri hleðslu. Áætlaður akstur á ári er 60.000 til 100.000 km og því er um talsverðan sparnað að ræða í CO2. Þessi rúta er eingöngu með rafmagns hita (og/eða kælingu) þannig að hér er um verulega spennandi umhverfisvænan valkost að ræða. Farþegasæti eru öll með hallanlegum bökum, hliðarfærslu, fótskemlum, sætisborðum, USB tengjum fyrir alla farþega auk salernisaðstöðu.
Fyrirtækið hefur einnig fest kaup á fleiri minni rafmangsrútum, frá 20-35 farþega sem verða afhentar á næstu mánuðum en fyrir á GTS ehf einn rafmangsvagn sem kom til landsins 2015 og hefur verið nýttur í blönduð verkefni. Markmið GTS ehf er að verða áfram leiðandi í umhverfismálum og stefna félagsins er að rafmagnsvæða flotann á næstu 5 árum.
1440 kW hleðslustöð á Selfoss fyrir allt að 30 faratæki sem verður öllum opin
GTS hefur pantað 1440 kw hleðslustöð sem verður sett upp að Fossnesi 7 sem er við hlið höfuðstöðva fyrirtækisins á Selfossi. Framkvæmdir eru hafnar á lóðinni fyrir uppsetningu á hleðslustöðinni sem er áætlað að verði tilbúin síðar á árinu. Þar verður hægt að hlaða allt að 30 bíla, stóra sem smáa og verður stöðin öllum opin. Hleðslutenglar verða 90 kw, 180 kw, 300 kw og 600 kw. Þetta verður öflugasta hleðslustöð landsins til þessa með hraðari hleðslu en þær sem fyrir eru. Hleðslustöð þessi er hönnuð af starfsmönnum YES-EU AS í Noregi og á Íslandi og sérstaklega hugsuð sem blandaða notkun á köldum svæðum. Hægt er að forgangsraða hleðslum og stýra raforkunni með hugbúnaði til að nýta orkuna sem best.
Markmið GTS er að sýna fram á að rafmagnsvæðing er raunhæfur kostur fyrir hópferðafyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið stefnir á að vera leiðandi í orkuskiptum hér á landi í hópferðarekstri. GTS leggur áherslu á græna orku, minnka mengun og umhverfisvænan rekstur.