3.9 C
Selfoss

Íbúakönnuninni um miðbæ Selfoss lýkur kl. 18 í dag  

Vinsælast

Allir hvattir til að taka þátt

Rafrænu íbúakönnuninni sem Sveitarfélagið Árborg heldur um deiliskipulagsbreytingu á miðbæjarsvæðinu lýkur kl. 18 í dag, fimmtudag. Hún hefur þá staðið yfir í vikutíma.

Spurt er hvort svarandi sé hlynntur eða andvígur deiliskipulagsbreytingu og samkomulagi um uppbyggingu miðbæjarins milli Árborgar og Sigtúns Þróunarfélags. Breyting frá eldra skipulagi snýst um það hvernig og hvar miðbærinn og Sigtúnsgarðurinn mætast, en markmiðið með breyttu skipulagi er að auka tengsl á milli garðsins og miðbæjarins.

Allir íbúar 16 ára og eldri hafa kosningarétt, það eina sem þarf er að fara inn á arborg.is og nota rafræn skilríki til að kjósa.

Allar helstu upplýsingar um málið má finna á midbaerselfoss.is og arborg.is.

Nýjar fréttir