6.7 C
Selfoss

Geisli, Vetrargjöf, Félagi og Traustur vinur

Vinsælast

Samband sunnlenskra kvenna stendur reglulega fyrir fjáröflun og rennur allur ágóði hennar í Sjúkrahússjóð SSK. 95. Ársfundur SSK var haldinn 29. apríl og þar var kynnt nýtt fjáröflunarverkefni. Það eru tækifæriskort án texta með myndum af íslenskum húsdýrum. Myndirnar málaði Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir Kvenfélaginu Bergþóra V-Landeyjum og bera þær heitin Geisli, Vetrargjöf, Félagi og Traustur vinur. Fallegar myndir sem gaman er að gefa og ekki er verra ef þær eignast framhaldslíf í ramma uppi á vegg hjá viðtakanda.

Reglulega er veitt úr Sjúkrahússjóði SSK til tækjakaupa á  Heilbrigðisstofnun Suðurlands og má nefna að nú í byrjun sumars fara styrkir til Sængurkvennadeildar, Bráðamóttöku og Lyflæknadeildar sem nema rúmlega 2.000.000,- kr. Þessar gjafir eru afhentar í nafni allra kvenfélaganna á sambandssvæðinu.  Tækifæriskortin hafa fengið góðar viðtökur og þökkum við innilega fyrir það. Það eru 4 kort í pakka á kr. 2.500,-  Kvenfélögin á sambandssvæðinu eru mörg hver með þau til sölu og einnig er hægt að panta kort hjá johannalilja09@gmail.com  og tryggur55@simnet.is

Með þessum fallegu myndum sendir Samband sunnlenskra kvenna sumarkveðju til ykkar allra með þakklæti fyrir ómetanlegan stuðning og vonast til að eiga ykkur áfram að.

Nýjar fréttir