6.1 C
Selfoss

Suðurlandsvegur opnaður á undan áætlun

Vinsælast

Búið er að opna nýja hluta Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt Guðmundi Björnssyni hjá verkfræðistofunni Hnit, sem sér um eftirlit með framkvæmdum fyrir Vegagerðina, stendur nú til að klára vinnu við tengingar á hinum nýja Ölfusvegi, sem liggur undir brúna við Kotströnd og tengja hann við núverandi hringveg, en það var ekki hægt að gera það fyrr en umferð var komin á nýja veginn.

Guðmundur segir framkvæmdir við Suðurlandsveg almennt hafa gengið mjög vel og að þær séu nokkuð á undan áætlun, en upphaflega var gert ráð fyrir að framkvæmdum lyki í septemberlok 2023 en að útlit sé fyrir að það verði í júní-júlí.

Nýjar fréttir