6.1 C
Selfoss

Íbúakönnun um breytingartillögu að deiliskipulagi miðbæjar Selfoss

Vinsælast

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi 15.maí sl. að efna til íbúasamráðs um tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss og samkomulags milli sveitarfélagsins og Sigtúns Þróunarfélags. Um er að ræða ráðgefandi íbúakönnun sem verður framkvæmd dagana 18. – 25.maí. í gegnum vefsvæðið “Betri Árborg”.

  • Könnunin er opin frá miðnætti fimmtudaginn 18. maí til kl. 18:00, fimmtudaginn 25.maí 2023

Þátttakendur í könnuninni eru íbúar með lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg, 16 ára og eldri, miðað er við afmælisdag. Hver þátttakandi hefur eitt atkvæði og þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkum til að geta tekið þátt.

Þurfi þátttakendur aðstoð við að taka þátt í könnuninni verður aðstoð veitt í þjónustuveri Árborgar sem staðsett er á 1. hæð í Ráðhúsinu að Austurvegi 2.

Í könnuninni er eftirfarandi spurning lögð fram með svarmöguleikunum

HLYNNT/UR sem er táknað með

ANDVÍG/UR sem er táknað með

„Hver er afstaða þín til breytingartillögu er varðar uppbyggingu á miðbæ Selfoss í samræmi við fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Sveitarfélagið Árborg og tillögu að breytingu á deiliskipulagi?“

Hvernig tek ég þátt?

Lest yfir spurninguna og ef þú vilt taka afstöðu velur þú táknið:

ef þú ert hlynnt(ur)

ef þú ert andvíg(ur)

  • Skráir þig inn með rafrænum skilríkjum
  • Þinn valmöguleiki breytir um lit og þú hefur lokið þátttöku
  • Hægt er að fara aftur inn á meðan könnun er opin og breyta svari

Kynningarfundur mánudaginn 22.maí á Sviðinu

Haldinn verður sérstakur kynningarfundur á Sviðinu í miðbæ Selfoss mánudaginn 22.maí kl. 18:00. Þar munu fulltrúar sveitarfélagsins og Sigtúns Þróunarfélags fara yfir deiliskipulagstillöguna, samkomulagið og skipulagsferlið ásamt því að svara fyrirspurnum. Fundinum verður streymt í gegnum heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar.

Hægt verður að kynna sér öll gögn er varða breytingartillöguna á deiliskipulaginu og samkomulagsins um uppbygginguna milli sveitarfélagsins og Sigtúns Þróunarfélags hér á heimasíðu sveitarfélagsins.

Nýjar fréttir