2.7 C
Selfoss

Fundust á Vatnajökli níu tímum eftir hjálparkall

Vinsælast

Björgunarsveitir frá Hvolsvelli og austur að Höfn í Hornafirði voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 15 á laugardag þegar hjálparbeiðni barst frá hópi fólks sem var að ganga yfir Vatnajökul á gönguskíðum. Kona í hópnum hafði fallið og fengið farangurssleða sem hún dró á eftir sér, í höfuðið, en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu var ástand konunnar stöðugt. Skyggni á leitarsvæðinu var afar lélegt og mjög krefjandi skilyrði.

Hópur að austan hélt upp Skálafellsjökul og lagði á jökul á vélsleðum, breytum bílum og snjóbíl. Að vestan hélt björgunarfólk inn að Jökulheimum til að leggja þaðan á snjóbíl og breyttum bílum. Uppúr klukkan 19 bættust björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu og Austfjörðum við leitarflokkinn en veðurútlit var slæmt og fannst fólkið ekki þar sem talið hafði verið að þau væru, en samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu var þreifandi bylur á leitarsvæðinu um sjö leytið á laugardagskvöld. Rétt fyrir miðnætti fannst hópurinn og búið var um hin slösuðu, áður en þau voru flutt niður af jöklinum.

Ljósmynd: Landsbjörg.

Nýjar fréttir