3.9 C
Selfoss

Karlakór Hveragerðis og Bjartmar Guðlaugsson

Vinsælast

Vortónleikar Karlakórs Hveragerðis fara fram í Hveragerðiskirkju laugardaginn 13. maí næstkomandi klukkan 16:00. Kórinn er nú að ljúka sínu sjötta starfsári með stjórnanda og undirleikara sínum, Örlygi Atla Guðmundssyni.

Dagskrá tónleikanna verður með léttu og skemmtilegu yfirbragði en Bjarmar Guðlaugsson verður sérstakur heiðursgestur, enda hefur kórinn verið að æfa nokkur af lögum hans í vetur. Þá munu Hvergerðingarnir Unnur Birna Björnsdóttir, Sigurgeir Skafti Flosason og Pétur Nói Stefánsson spila með kórnum. Aðgangseyrir á tónleikana er 3.500 krónur en miðar verða seldir við innganginn. Kórinn lofar frábærum tónleikum og skemmtun og jafnvel einhverjum óvæntum uppákomum.

Nýjar fréttir