2.7 C
Selfoss

Nautasteik með bernaise og smjörsteiktum aspas

Vinsælast

Hafþór Sævarsson er sunnlenski matgæðingur vikunnar.

Ég vil þakka landpóstinum og góðvini mínum Róbert Daða Heimissyni fyrir áskorunina og við hendum í eina lauflétta nautasteik þar sem grill sumarið er á næsta leiti.

Nautaribeye með smjörsteiktum aspas og bernaise.

 • 3-4 nautaribeye steikur (fer eftir stærð og þykkt)
 • Smjör til steikingar
 • Salt, pipar og gott steikarkrydd
 1. Hitið ofninn 160°C.
 2. Bræðið smjör á pönnu og steikið hvora hlið á háum hita í um 1-2 mínútur (fer eftir þykkt) og kryddið báðar hliðar.
 3. Færið steikurnar yfir í eldfast mót, hellið smjörinu af pönnunni yfir og eldið í ofni þar til kjarnhiti nær 48°C.
 4. Takið steikurnar út og látið hvíla í 10mín eða þar til kjarnhiti nær um 57-58°C (fyrir medium-rare steik).

Bernaise sósa

 • 8 eggjarauður
 • 500 g smjör
 • 2 msk. Bernaise essens
 • 1-2 msk. fljótandi nautakraftur
 • Pipar og salt eftir smekk
 • 3-4 msk. Estragon krydd
 1. Bræðið smjörið í potti og leyfið því að kólna þar til það er ylvolgt (ef það er of heitt eru meiri líkur á að sósan skilji sig).
 2. Þeytið á meðan eggjarauðurnar þar til þær þykkjast og lýsast .
 3. Bætið þá smjörinu saman við í mjórri bunu og hrærið á meðan á lágum hraða.
 4. Bætið restinni af hráefnunum saman við og þeytið stutta stund og berið strax fram.

Smjörsteiktur aspas

 • Gott búnt af ferskum aspas
 • 3 hvítlauksrif (söxuð smátt niður)
 • Væna smjörklípu
 • Salt og pipar eftir smekk
 1. Brjótið trenaða endan af
 2. Bræðið smjörið á pönnu við meðalháan hita og setjið hvítlaukinn út á.
 3. Þegar hvítlaukurinn fer aðeins að brúnast má bæta aspasnum við og velta honum reglulega upp úr smjöri/hvítlauk þar til hann fer að mýkjast (um 5-8 mínútur).
 4. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Svo skolum við þessu niður með góðri flöskur af Muga rauðvíni.

Njótið vel.

Ég vil skora á stórvin minn og veiðibróðir Jón Steindór Sveinsson, ég veit og hef séð hann að störfum í eldhúinu.

Nýjar fréttir