0.2 C
Selfoss

Ofnbakaðar tortillarúllur

Vinsælast

Róbert Heimisson er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Ég verð nú að viðurkenna að ég hoppaði ekki hæð mína að fá þessa áskorun frá Einari buxa vini mínum en stenst hana samt sem áður að sjálfsögðu og þakka honum vel fyrir.

Við ætlum að hafa þetta einfalt og fljótlegt svona í aðdraganda páska,  margir frí dagar og auðvelt að henda í

Ofnbakaðar tortillarúllur

Mjög góðar tortillarúllur fylltar með nautahakki, sýrðum rjóma og tómötum, bakaðar í ofni og bornar fram með guacamole og sýrðum rjóma

Hráefni

500g nautahakk

Krydd: 1tsk salt, 1/4 tsk Chili duft, 1/2tsk cumin, 1/2 tsk laukduft

1 pakki original tortilla frá Mission

1 laukur

2-3 hvítlauksrif, pressuð eða rifin

1 salsa sósa frá Mission

Sýrður rjómi

4 tómatar, smátt skornir

6 dl rifinn cheddar ostur

1 dl rifinn mozzarella ostur

Aðferð

Byrjið á að steikja lauk og hvítlauk upp úr ólífuolíu.Bætið nautahakki saman við og  kryddið.Hellið svo salsa sósuni út í og hrærið vel saman.

Smyrjið hverja tortillu með 2 tók sýrðum rjóma, dreifið rúmlega 1dl af nautahakki yfir, stráið 1/2 dl cheddar osti yfir og 1-2 tsk tómötum.

Rúllið tortillunum upp og skerið svo í 4 bita.

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu og dreifið tortillarúllunum ofan í.

Dreifið mozzarella og cheddar osti og restinni af tómötunum yfir.

Bakið í 8-10 mínútur við 190C.

Stráið koríander yfir eftir smekk og berið fram með guacamole og sýrðum rjóma.

Njótið vel og gleðilega páska.

Og að lokum ætla ég að skora á vin minn og manninn sem lætur hjólin í sveitarfélaginu snúast Hafþór Sævarsson, hann hatar ekki góðan mat, takk fyrir mig.

Nýjar fréttir