-0.9 C
Selfoss

Írskar bókmenntir toga alltaf í mig

Vinsælast

…segir lestrarhesturinn Bee McEvoy

Bee McEvoy er fædd árið 1953 og ólst upp í Kilkenny á Suður – Írlandi til 25 ára aldurs en flutti svo til Íslands árið 1978 og hefur búið á Ísafirði, Akureyri og loks í Hveragerði frá árinu 1985. Hún er gift Sveini Eyjólfi Magnússyni sem kenndi ensku á FSu í áratugi. Saman eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn. Önnu sem er búsett á Lofoten í Norður – Noregi og Maríu sem býr í vesturbænum í Reykjavík með barnabörnin þeirra.

Hvaða bækur ertu að lesa núna?

Ég er alltaf með margar bækur í gangi í einu. Byrjaði á Watermellon eftir Marian Keys en ég mun ekki klára hana. Núna eru í gangi Embassador to Humanity eftir Rob Weinberg, A World Without War eftir Hoda Mahmoudi, The Execution of Bridget Noble eftir Sean Boyde, Beneath A Scarlet Sky eftir Mark O´Sullivan, Reply to a Letter From Helga eftir Bergsvein Birgisson og er ég að lesa hana í annað sinn. Svo er ég að klára í þriðja sinn I Know Why the Caged Bird Sings eftir Maya Angelo. Nýbyrjuð á The Bend For Home eftir Dermot Healy og var að klára Goat‘s Song eftir Dermot líka. Ég fylgist líka með ýmsum blöðum og tímaritum eins og The Irish Litary Review og vel þar bækur sem vekja áhuga minn. Ég er alltaf með listi af bókum sem ég bæti við og tek úr.

Hvers konar bækur höfða helst til þín?

Allskonar bækur. Ég get lesið hvað sem er. Þoli samt ekki illa þýddar íslenskar bækur á ensku en ég hef lesið tölvert af íslenskum bókum í enskri þýðingu. En það eru ævisögur sem ég les mest eða bækur sem gefa mér innsæi og auka skilning minn á eðli fólks. Ég er Bahá‘í og les mikið efni sem flokkast undir andleg málefni og sýn Bahá‘í trúarinnar á manninn og heiminn. En í dag er ég búin að leggja til hliðar harmsögur. Það er bara of erfitt fyrir mig að lesa mér til afþreyingar um þjáningu annarra. Ég las samt nýlega The Last Girl eftir Nadia Murad. Bókin snýst um endurminningar Nadiu þegar henni var haldið sem kynþræl af Islamic State. Og Stúlkueftir Ednu O´Brien, skáldsögu sem fjallar um skólastelpu frá Nígeríu sem slapp frá Boko Haram árið 2014. Hef dottið ofan í verk John O´Donovan sem eru einskonur Celtic mystic en írskar bókmentir toga alltaf í mig. Írar búa yfir sérstökum húmor sem getur verið frekar svartur. Ævintýribækur líka. Ég las Harry Potter og verk Roal Dahl. Hef líka lesið íranskar bókmenntar og las í vetur The Soul of a Woman eftir Jasmin Darnik og The Woman who Read too Much eftir Bahiyyih Nakhjavani. En ég hef mest gaman af að lesa fyrir barnbörnin mín.

Ertu alin upp við bóklestur?

Ég ólst upp sem eitt af níu systkinum á Írlandi. Mamma var ein með okkar en pabbi dó þegar ég var átta ára, elsta systkinið þá var þrettán ára og yngsta sex mánaða. Já ég las og við systkinin lásum hvert fyrir annað. Það kom reglulega Mobile Library, bókabíll í sveitina okkar og við biðum spennt eftir því. Man eftir Gullivers Travels og sögum eftir Sean O´Casey,  Aesops Fables, 101 Good Night Stories. En að hlusta á útvarp með Eamon Kelly, Shanakee var oft gert á kvöldin. Shanakee er írska fyrir sögumann. Þannig kynntis ég sagnalist. Það er hægt að hlusta enn á hann á Youtube. En uppáhaldsbókin mín sem krakki var Little Women eftir Louisa May Alcott og hef ég lesið hana mjög oft og er fyrsta bókin sem ég kláraði ein án hjálpar.

Hvað einkennir lestrarvenjur þínar?

Ég er frekar löt að lesa á íslensku en geri það stundum. Er í bókaklúbb í Hveragerði sem kallast Bee-flugurnar og hefur verið starfræktur í 30 ár en þar er lesið upphátt sem passar mér mjög vel því þannig kynnist ég íslenskum bókmenntum. Les mest á kvöldin en nú er ég meira að hlusta á bækur. Flestar uppáhaldsbækur mínar eru á Kindle og ég les þær oftar en einu sinni.

Einhver uppáhaldshöfundur?

John McGahern gefur mér mjög gott innsæi í írska menningu frá uppvaxtarárum mínum. Barbra Kingsolver er í uppáhaldi, Colm Tobin, Ann Enrigh, Roy Jacobsen, William Trevor og smásögur hans. Bók Brendu Maddock um Noru Barnacle er líka í miklu uppáhaldi. Ég get haldið endalaust áfram.

Hefur bók einhvern tímann rænt þig svefni?

Já mjög oft og húsverkin líka. Bækur sem hafa haldið mér vakandi eru til dæmis eftir Johan McGahern með The Barracks, Anne Burns með Milkman. The Piosonwood Bible, Barbara Kingsolver, All the Light We cannot See eftir Anthony Doerr og Where The Crawdads Sing eftir Deila Owens.

En að lokum Bee, hvernig bækur myndir þú skrifa sem rithöfundur?

Bækur um fólk og líf þess með húmor. Írskum húmor.

Umsjón með Lestrarhesti hefur Jón Özur Snorrason – jonozur@gmail.com

Random Image

Nýjar fréttir