5.6 C
Selfoss

Kjúklingaréttur með sætum Kartöflum og allskonar

Vinsælast

Einar Örn Einarsson er sunnlenski matgæðingur vikunnar

Ég er mjög þakklátur Gunna Borg fyrir að treysta mér í þetta verkefni hann veit hvað ég er mikill töframaður í eldhúsinu.

Þessi réttur er algjör snilld! Hollur og einfaldur! Hef gert hann mjög oft og alltaf hefur hann slegið í gegn hjá mér. Þarf ekkert meðlæti með réttinum en eitt glas af góðu hvítvíni toppar allt. Mæli með að prófa

Kjúklingaréttur með sætum Kartöflum og allskonar

Einfaldur kjúklingaréttur sem er stútfullur af hollustu – gerist ekki betra!

Það eru án efa til margar útgáfur af þessum rétti og um að gera að prófa sig áfram með því sem er til í eldhúsinu.

3 – 4 kjúklingabringur

1 sæt kartafla

1 poki spínat

1 stk rauðlaukur

1  krukka fetaostur

1 krukka grænar ólífur

1 krukka sólþurrkaðir tómatar

1 krukka rautt pestó

Furuhnetur

Ofn hitaður 180°. Sæt kartafla skorin í sneiðar með hníf eða ostaskera. Sneiðunum raðað í eldfast mót og olía, salt og pipar sett yfir eftir smekk. Inn í ofn í 15 mínútur, eða á meðan kjúklingurinn er undirbúinn.

Bringurnar skornar í bita, kryddaðar eftir smekk og steiktar stutt á pönnu og rauða pestóið sett yfir kjúklinginn

Eldfasta mótið með kartöflunum er því næst tekið út úr ofninum. Spínati dreift yfir kartöflurnar og kjúklingabitarnir settir yfir spínatið. Sólþurrkaðir tómatar, rauðlaukur, ólífur og fetaostur ásamt smá af olíunni er hellt yfir í lokinn. Eldfasta mótið er sett aftur inn í ofn í 30 mínútur. Á meðan rétturinn er í ofninum er gott að rista furuhnetur á pönnu sem er svo dreift yfir þegar rétturinn er kominn út úr ofninum.

Eitt tips sem mér finnst toppa réttinn er að stilla ofninn á grill síðustu 5 mínúturnar eða svo. Þá brúnast osturinn aðeins og verður girnilegri .

Ég ætla að skora á dáðasta Landpóst Suðurlands og matgæðinginn Róbert Daða Heimisson.

Nýjar fréttir