5.6 C
Selfoss

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan ferðamann á Fagrafell

Vinsælast

Klukkan hálf tvö í nótt, aðfaranótt þriðjudags, barst hjálparbeiðni frá tveimur einstaklingum sem voru að klífa Fagrafell á Hamragarðsheiði við Eyjafjallajökul. Annar þeirra hafði fallið niður nokkurn spöl og hinn varð við það í sjálfheldu og komst ekki niður til þess sem féll. Björgunarsveitir af Suðurlandi voru boðaðar á hæsta forgangi í verkefnið og var fyrsta björgunarfólk komið á slysstað um klukkan 2:20.

Erfiðar aðstæður

Mynd: Landsbjörg.

„Slysið varð í miklu brattlendi og erfitt var fyrir björgunarfólk að komast að slysstað og að þeim sem var fyrir ofan hann í sjálfheldu. Undanfarar, sérhæfðir í fjallabjörgun,frá höfuðborgarsvæði voru kallaðir út ásamt því að óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslu í verkefnið sökum þess að erfitt var að komast að þeim sem var í sjálfheldu,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Tryggja þurfti björgunarfólk á svæðinu með siglínum og færa þann sem slasaðist, svo öruggara væri að komast að þeim sem var fastur ofar í hlíðinni. Fljótlega varð ljóst að einfaldast væri að komast að þeim sem var í sjálfheldu úr þyrlu, og þegar þyrla kom á svæðið, sem var austur á Egilstöðum, var sá sóttur, og síðan sá slasaði hífður um borð í þyrlu. Björgunarfólk var að ganga frá slysstað um 7:30 í morgun.

Nýjar fréttir