1.1 C
Selfoss

Hamar sigruðu seinni umferð héraðsmóts HSK

Vinsælast

Seinni umferð héraðsmóts kvenna í blaki var spiluð á Laugarvatni miðvikudaginn 8. mars. Síðasti leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sætið milli Hamars og Dímon/Heklu A. Fór það svo að Hamarskonur unnu leikinn 2-0 (25-19 og 25-21) og eru þar með Héraðsmóts meistarar í blaki kvenna árið 2023.

Úrslit:

  1. Hamar með 14 stig, 10 unnar hrinur og 1 tapaða.
  2. Dímon/Hekla A með 12 stig, 8 unnar hrinur og 2 tapaðar.
  3. Hrunakonur 1 með 8 stig, 6 unnar hrinur og 5 tapaðar.
  4. Hrunakonur 2 með 5 stig, 5 unnar hrinur og 8 tapaðar.
  5. UMFL með 4 stig, 3 unnar hrinur og 8 tapaðar.
  6. Dímon/Hekla B með 2 stig, 2 unnar hrinur og 10 tapaðar.

HSK

Nýjar fréttir