2.7 C
Selfoss

Eitt gull og tvö silfur á landsmóti í loftskammbyssu

Vinsælast

Skotíþróttafélagið Skyttur átti sex keppendur á landsmóti í loftskammbyssu sem haldið var í Digranesi laugardaginn 18. mars 2023.

Aldrei hefur skotfélagið Skyttur átt fleiri keppendur á móti. Fjórir keppendur voru á sínu fyrsta móti og keppti félagið jafnframt í fyrsta skipti í liðakeppni.

Elín Kristín Ellertsdóttir fékk silfur í stúlknaflokki og skaut 428 stig. Hún var að keppa á sínu fyrsta móti með glæsilegum árangri. Elín byrjaði að æfa loftbyssu í unglingaflokki í febrúar.

Óðinn Magnússon fékk gull í drengjaflokki og skaut 504 stig og náði þeim árangri að skjóta sig upp fyrir 500 stig í móti. Þetta er gríðarlega góður árangur. Óðinn hefur æft loftskammbyssu síðan haustið 2021.

Í karlaflokki kepptu Emil Kárason (477), Magnús Ragnarsson (528), Einar Þór Jóhannsson (429)  og Viggó Guðlaugsson 461 og eru flestir að keppa á sínu fyrsta móti.

A-lið SKS í karlaflokki skipuðu Emil Kárason, Magnús Ragnarsson og Óðinn Magnússon og var samanlagður stigafjöldi 1509 stig sem tryggði liðinu silfur á mótinu en fjögur lið voru skráð í karlaflokki.

Við erum mjög stolt af árangi félagsins á þessu móti og sérstaklega unglingunum sem eiga framtíðina fyrir sér.

Skotíþróttafélagið Skyttur

Nýjar fréttir