7.3 C
Selfoss

Samþykkja samstarf við Innviðaráðuneytið um fjárhagslegar aðgerðir

Vinsælast

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar þann 1. mars samþykkti bæjarstjórn samhljóða með 11 atkvæðum að hefja samstarf við Innviðaráðuneytið um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit í tengslum við endurskipulag á rekstri sveitarfélagsins. Í samkomulaginu við ráðuneytið felst m.a. viðbótarframlag úr Jöfnunarsjóði vegna utanaðkomandi ráðgjafar við verkefnið.

Samkvæmt pistli frá Braga Bjarnasyni, formanni bæjarráðs og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Árborg, sem birtst í morgun, þá verða sett fjárhagsleg markmið og aðgerðaráætlun í tengslum við fjárfestingar, fjármögnun og almennan rekstur sveitarfélagsins. Sú vinna yrði í höndum starfsmanna sveitarfélagsins og bæjarfulltrúa og samkvæmt Bjarna þá gengur hún vel, en margar aðgerðir eru nú þegar komnar til framkvæmda.

Gert er ráð fyrir að heildaráætlunin verði tilbúin í byrjun apríl og komi til framkvæmda strax í framhaldinu.

Nýjar fréttir