8.9 C
Selfoss

HSK/UMFS bikarmeistarar 15 ára og yngri

Vinsælast

Bikarkeppni FRÍ var haldin í Kaplakrika sl. laugardag og þangað fórum við með 1 piltalið og 2 stúlknalið.

A-Lið HSK/Selfoss átti góðan dag og stóð uppi sem bikarmeistari félagsliða með 101 stig eftir skemmtilega og spennandi keppni 3 stigum á undan næsta liði. Í piltaflokki stóðum við einnig uppi sem sigurvegarar með 12 stigum meira en næsta félag og stúlkurnar enduðu í þriðja sæti 15 stigum á eftir efsta sætinu, þær hefðu í raun átt að vera í öðru sæti en voru óheppnar og gerðu ógilt í boðhlaupinu og þar töpuðust 9 stig og fer í reynslubankann.

Einstaklingar í báðum liðum stóðu sig mjög vel og var mikið af persónulegum bætingum hjá krökkunum. Hér eru helstu afrek okkar fólks en öll úrslit má sjá á thor.fri.is.

Hjá strákunum  kom Ívar Ylur Birkisson fyrstur í mark í 60m grindahlaupi á 8,56 sek og setti um leið mótsmet og HSK met  og var aðeins 1/100 frá íslandsmeti í greininni, hann kom einnig fyrstur í mark í 300m hlaupi á 40,26 sek sem er PB. Hjálmar Vilhelm Rúnarsson kastaði lengst allra í kúluvarpi með 14,86m og setti með því mótsmet í greininni, hann sigraði einnig hástökk með 1,75m.  Vésteinn Loftsson bætti sig í báðum sínum greinum, hann varð annar í langstökki með 5,54m og þriðji í 60m á 7,96 sek. Eðvarð Eggert Heiðarsson er aðeins 12 ára og hljóp frábærlega í 1500m, varð þriðji á 5:13,81 mín og er það HSK met í hans flokki.  Þessir drengir komu svo fyrstir í mark í 4x200m.

Hjá stúlkunum kom Helga Fjóla Erlendsdóttir fyrst í mark í 60m grind á nýju HSK meti 9,39 sek sem er stórbæting hjá henni, hún varð einnig önnur í hástökki með 1,55 m sem er PB.  Bryndís Embla Einarsdóttirbætti sig um 95 cm í kúluvarpi þegar hún kastaði lengst allra 11,42 m. Hugrún Birna Hjaltadóttir varð önnur í langstökki með 5,18 m og í 300 m hlaupi á 43,90 sek. Bryndís Halla Ólafsdóttir hljóp glæsilegt 1500 m hlaup, kom þriðja í mark á 5:25,74 mín og er það HSK-met í 13 og 14 ára flokkum. Arndís Eva Vigfúsdóttir varð þriðja í hástökki með 1,50m og  Adda Sóley Sæland kom fjórða í mark í 300 m á 46,28 sek sem er HSK-met í 13 ára flokki.

Glæsilegur árangur hjá öllum okkar krökkum og liðsheildin algjörlega frábær.

Nýjar fréttir