1.7 C
Selfoss

Bætti HSK-met í sjö aldursflokkum

Vinsælast

Anna Metta Óskarsdóttir bætti um helgina níu ára gamalt HSK-met í 100 m hlaupi kvenna innanhús í sjö aldursflokkum. Hún hljóp á tímanum 14,57 sek. en metin setti hún á Akureyrarmóti UFA og Kjarnfæði Norðlenska sem fram fór í Boganum á Akureyri laugardaginn 11. mars síðastliðinn. Um er að ræða met í sjö aldursflokkum, frá 13 ára og upp í kvennaflokk. Anna Metta var önnur í hlaupinu en alls fékk hún sex verðlaun á mótinu, fjögur gull og tvö silfur.

Nýjar fréttir