0.6 C
Selfoss

Dagný Lísa er íþróttamaður Ölfuss 2022

Sveitarfélagið Ölfus hefur útnefnt Dagnýju Lísu Davíðsdóttur, körfuknattleikskonu, íþróttamann Ölfuss 2022.

Dagný Lísa var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður og flott fyrirmynd fyrir unga iðkendur.

Fleiri myndbönd