5.4 C
Selfoss

Vilja opna sleðabraut í Ölfusdal á næsta ári

Vinsælast

Kambagil ehf hefur óskað eftir því við bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að hefja viðræður um uppsetningu á „Sleðabraut“ ,sem þekkist á ensku undir nafninu „Alpine coaster“, í landi Hveragerðis, nánar tiltekið austan við Svartagljúfur við Árhólma í Ölfusdal og vestan við núverandi skógræktarsvæði.

Erindið var tekið fyrir hjá bæjarráði Hveragerðisbæjar í byrjun febrúar og í fundargerð segir að bæjarráð taki val í erindið og hafi falið Geir Sveinssyni, bæjarstjóra, að vinna málið frekar.

Í erindinu frá Kambagili kemur fram að „Alpine coaster“ sé mjög vinsæl og fjölskylduvæn afþreyging sem á uppruna sinn í Ölpunum en megi nú finna í flestum löndum heims, engin slík braut hafi þó verið sett upp hérlendis.

Brautin kæmi til með að vera um 1 km á lengd með 650 m „lyftu“ eða samtals um 1650 metrar. Telja þau hjá Kambagili að uppsetning slíkrar brautar samræmist vel núverandi deiluskipulagi Ölfusdals, enda umhverfisvæn afþreying úti, undir berum himni og myndi hún falla mjög vel að annarri afþreyingu á svæðinu eins og göngu- og hjólaferðum, sviflínu, hestaferðum o.s.frv. Þá gera þau ráð fyrir því að brautin yrði opin allt árið og hafa nú þegar hafið viðræður við þá þrjá aðila í heiminum sem hanna og smíða slíkar brautir og stefna á að opna brautina sumarið 2024 ef deili- og skipulagsmál ganga samkvæmt óskum.

Nýjar fréttir