3.4 C
Selfoss

Árborg býður foreldrum sérhæfða skilnaðarráðgjöf endurgjaldslaust

Vinsælast

Velferðarþjónusta Árborgar býður foreldrum 0 – 18 ára barna upp á sérhæfða skilnaðarráðgjöf. Um er að ræða ráðgjöf til að koma í veg fyrir og/eða draga úr ágreiningi foreldra sem vilja stuðla að betri foreldrasamvinnu,með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

„Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem veldur mestum skaða, heldur hvernig staðið er að honum gagnvart börnunum.

Samvinna eftir skilnað (Samarbejde efter skilsmisse – SES) var upphaflega þróað í Danmörku og hafa rannsóknir sýnt marktækan mun á líðan þeirra sem taka þátt í verkefninu og þeirra sem ekki gera það. Um er að ræða gagnreynt námsefni sem er ætlað að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem algengar eru í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita.

Námsefnið hefur þrjú meginþemu:

  • Áhrif skilnaðar á foreldra
  • Viðbrögð barna við skilnaði
  • Samvinna foreldra við skilnað

Rafrænt námsefni má finna á www.samvinnaeftirskilnad.is. Einnig verður íbúum Árborgar boðið upp á fjögurra daga námskeið undir yfirskriftinni Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna.

Athugið að SES þjónustan er foreldrum að kostnaðarlausu.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið frekar bendum við á heimasíðuna www.samvinnaeftirskilnad.is eða senda tölvupóst á felagsthjonusta@arborg.is.

Random Image

Nýjar fréttir