6 C
Selfoss

Gleðilegan síð-þorra frá 4. bekk í Grunnskólanum í Hveragerði.

Vinsælast

Nú á dögunum var í fyrsta sinn haldið þorrablót í Grunnskólanum í Hveragerði og voru það foreldrar úr foreldraráði 2013 árgangsins sem sá um skipulagningu þess í samstarfi við kennara og nemendur.  Á Þorrablótið mættu vel yfir hundrað manns og skemmtu sér vel saman.

Krakkarnir og stórfjölskyldur þeirra fóru mikinn á blótinu og hömpuðum hinum ýmsu gömlu íslensku siðum á þessum nýja viðburði; pálínuboð með allskyns þjóðlegu góðgæti, þorrakóngsræðuhöld, þjóðlegur fatnaður, söngur & harmonikkuspil, marsering og rúnalestur o.fl.

Það er mikill kraftur í þessum árgangi og verður spennandi að fylgjast með skemmtilegri hefð vaxa og dafna næstu árin.

Meðfylgjandi myndir tók Laufey Sif Lárusdóttir.

Nýjar fréttir