11.7 C
Selfoss

Háskólinn á Bifröst er í skýjunum með heimsókn á Selfoss

Vinsælast

Háskólinn á Bifröst hefur verið í fararbroddi í fjarnámi í aldarfjórðung. Nú á dögunum fékk framkvæmdastjórn Háskólans á Bifröst inni hjá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) þar sem farið var yfir aðgerðaáætlun ársins 2023 auk þess sem framkvæmdastjórnin kynnti sér Selfoss og fékk heimsókn frá Elliða Vignissyni sveitarstjóra í Ölfusi. Háskólinn á Bifröst stofnaði nýverið rannsóknasetur í byggða og sveitastjórnarmálum í samvinnu við Innviðaráðuneytið og mun þjónusta landið með rannsóknum á því sviði.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst sagðist vera þakklát fyrir gestrisni SASS og vonaðist eftir góðu samstarfi við Suðurlandið. Fjörutíu prósent nemenda Háskólans á Bifröst koma af landsbyggðinni og tekur skólinn alvarlega hlutverk sitt með að þjónusta landið allt. Með því að geta stundað nám heiman frá sér þarf fólk ekki að flytjast búferlum og tryggt er að menntunin nýtist í heimabyggð. Háskólinn á Bifröst byggir á traustum grunni og hafa nemendur aldrei verið fleiri.

Nýjar fréttir