2.3 C
Selfoss

Gul viðvörun í kvöld

Vinsælast

Skv. Veðurstofu Íslands er útlit fyrir breytilega átt 3-10 m/s í dag. Það er mjög kalt, algengar frosttölur eru 7 til 14 stig. Vestur af landinu er djúp lægð að myndast. Hún nálgast og þokast austur í dag. Lægðinni, fylgir snjókoma og má því gera ráð fyrir suðaustan 8-15 með snjókomu á Suðurlandi þegar nálgast miðnætti.

Hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun í kvöld. Suðaustan 10-15 m/s með snjókomu, einkum vestantil, og talsverð snjókoma á köflum. Einnig má búast við skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum.

Á morgun er síðan gert ráð fyrir austan og suðaustan 10-18 m/s og allvíða snjókoma, en styttir smám saman upp seinnipartinn. Frost 2 til 15 stig. Ferðalangar skulu hafa hugfast að þessi snjókoma getur skapað erfið akstursskilyrði og ættu að haga ferðum sínum eftir því.

Eins og kom fram í frétt Dfs.is í gær má gera ráð fyrir áframhaldandi kuldatíð fram í næstu viku. Það virðist því líta út fyrir að snjórinn sem kemur til með að falla næsta sólarhringinn gæti haldist út næstu viku og fært okkur hvít jól.

Nýjar fréttir