1.7 C
Selfoss

Eldsvoði í borholu Selfossveitna

Vinsælast

Eldsvoði varð í nótt í rafmagnskáp í einni af borholu Selfossveitna í Þorleifskoti. Vegna þessa er orköflun verulega skert sem kallar á að viðbragsáætlun veitunnar hefur verið virkjuð. Hluti af henni er að hvetja íbúa til að huga að sínum enda hitaveitunar og fara sparlega með vatn. Einnig verður farið í frekari aðgerðir eftir þörfum og umfang aðgerða hefur verið metið.

Fólk getur sparað heitt vatn og þar með kyndikostnað sinn með því að gæta að því að gluggar séu ekki opnir og útidyr ekki látnar standa opnar lengur en þörf er á. Þá skipta einnig máli stillingar ofna, að óþarflega heitt vatn renni ekki frá þeim og að ofnarnir séu ekki byrgðir, til dæmis með síðum gluggatjöldum eða húsgögnum.

Þá eru heitir pottar við heimili talsvert þurftafrekir á vatnið og gott að hafa í huga að fara sparlega með neysluvatn eins og við uppvask og böð (sturtur, baðkör).

Selfossveitur

Nýjar fréttir