12.3 C
Selfoss

Ásmundur Einar hæstánægður með frístundaþjónustu Árborgar

Vinsælast

Barna- og menntamálaráðuneytið heimsótti frístundaþjónustu Árborgar á dögunum. Það komu um 50 manns úr ráðuneytinu ásamt Ásmundi Einari Daðasyni ráðherra sem hafði heimsótt starfsfólk frístundageirans fyrr á árinu. Ásmundi leist svo vel á þverfaglega fyrirkomulagið sem er uppi í Árborg að hann var sjálfur forsprakki þess að flykkja starfsfólki ráðuneytisins á Selfoss til frekari kynningar. Gunnar E. Sigurbjörnsson deildarstjóri frístundaþjónustu Árborgar hélt kynningu um frístundamál og þverfaglega samvinnu fjölskyldusviðs. Ráðneytið hrósaði starfsfólki frístundaþjónustu fyrir faglegt og gott starf og hvatti áfram til góðra verka.

Nýjar fréttir