11.1 C
Selfoss

Háskólabrú með opinn kynningarfund á Selfossi

Vinsælast

Miðvikudaginn 23. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Fjölheimum á Selfossi. Kynningin byrjar kl. 17.00 og eru allir velkomnir.

Hægt verður að fræðast um Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi sem er hægt að sækja bæði með og án vinnu. Alls hafa 2371 einstaklingar lokið náminu og hefur Keilir markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Keilir veitir nemendum persónulega þjónustu þar sem reynt er að efla sjálfstraust þeirra og sjálfstæði.

Forstöðumaður Háskólabrúar kynnir fyrirkomulag námsins auk þess sem námsráðgjafi svarar spurningum gesta.

Nýjar fréttir