7.1 C
Selfoss

Kynningafundur um tuttugu og tveggja rýma hjúkrunarheimili í Hveragerði

Vinsælast

Boðað hefur verið til kynningafundar um fyrirhugaðar framkvæmdir á 22 rýma hjúkrunarheimili í Hveragerði. Fundurinn verður á Hótel Örk á morgun, miðvikudag klukkan 15:00.

Á fundinum mun Hildur Georgsdóttir, aðallögfræðingur FSRE, kynna alútboðsformið og Ólafur Daníelsson deildarstjóri sérhæfðs húsnæðis hjá FSRE kynna verkefnið. Að því loknu verður opnað fyrir spurningar úr sal. Kaffiveitingar verða á boðstólum.

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE), Heilbrigðisráðuneytið og Hveragerðisbær, hefur auglýst eftir umsóknum byggingaraðila (aðalverktökum) um þátttökurétt í lokuðu alútboði á fullnaðarhönnun og byggingu 22 rýma hjúkrunarheimilis andspænis núverandi dvalar- og hjúkrunarheimilinu ÁS við Hverahlíð 19 í Hveragerði. Um að ræða forval, þar sem aðilar verða valdir með tilliti til hæfi og reynslu. Leitað er að aðilum, sem geta tekið að sér að hanna og byggja 22 rýma hjúkrunarheimili fyrir fasta fjárhæð samkvæmt alútboðsaðferð. Áætluð húsrýmisþörf er 1.430 m2 (BR).

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir, skráning á fundinn er á vef FSRE.

Nýjar fréttir