-3.3 C
Selfoss

Byggðasafnið óskar eftir jólaskrauti

Vinsælast

Leynist gamalt jólaskraut heima hjá þér? Langar þig til að þitt jólaskraut verði varðveitt á safni? Byggðasafn Árnesinga óskar eftir gömlu skrauti frá íbúum Árnessýslu, bæði til að færa inn í safneign en einnig til að geta notað sem jólaskraut í safnahúsunum yfir jólin.

Þau hjá Byggðasafninu eru ekki eingöngu að falast eftir afar gömlu jólaskrauti því margt áhugavert og heillandi skraut frá 20. öld gæti leynst hjá fólki sem þætti spennandi á safni. Þau biðja því fólk sem er að taka til í skrautinu sínu og hikar við að henda einhverju að endilega hugsa til safnsins. Hver veit nema eitthvað af því geti fengið framhaldslíf.

Sérstakur móttökudagur fyrir jólaskraut verður laugardaginn 12. nóvember á milli kl 12-16 í varðveisluhúsi safnsins á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Einnig er hægt að vera í sambandi á skrifstofutíma safnsins í síma 483 1082 eða með því að senda tölvupóst á info@byggdasafn.is

Nýjar fréttir