5 C
Selfoss

Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarfélag ársins 2022

Vinsælast

Val á Sveitarfélagi ársins 2022 var tilkynnt við hátíðlega athöfn í húsi BSRB í dag.

Þetta er í fyrsta skipti sem valið fer fram en alls voru veittar fjórar viðurkenningar fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga. Könnunin var framkvæmd af Gallup.

Grímsnes- og Grafningshreppur er sveitarfélag ársins 2022. Árný Erla Bjarnadóttir, formaður stéttarfélagsins Foss, færði Guðnýju Helgadóttur, staðgengli sveitarstjóra blómvönd og fallegan verðlaunagrip sem er hannaður og smíðaður af Sigrúnu Björgu Aradóttur hjá Agndofa hönnunarhúsi.

Önnur sveitarfélög sem hlutu viðurkenningu voru Hrunamannahreppur, Flóahreppur og Bláskógarbyggð og tóku Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri, Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri og Helgi Bjarnason, oddviti við þeim fyrir hönd sinna sveitarfélaga.

Könnunin Sveitarfélag ársins hóf göngu vorið 2022 og er stefnt að því að hún verðinframkvæmd árlega. Niðurstöður könnunarinnar veita mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi á vinnustöðum sveitarfélaganna og samanburð við aðra vinnustaði.

Tilgangurinn er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. Einnig er ætlunin að niðurstöðurnar skapi almenna umræðu um starfsumhverfi og stjórnun á vinnustöðum félagsfólki stéttarfélaganna til hagsbóta. Ekki síst er tilgangurinn að veita góðum vinnustöðum viðurkenningu fyrir að hlúa vel að starfsfólki.

Nýjar fréttir