13.4 C
Selfoss

Enginn tími fyrir hik

Vinsælast

Snyrtivöruverslunin SHAY fagnar eins árs afmæli um þessar mundir og stendur til að halda upp á það með pompi og prakt með heilli afmælisviku, fullri af tilboðum, kaupaukum og veisluhöldum. Afmælisvikan tekur flugið um helgina, en þau 50 fyrstu sem versla í SHAY laugardaginn 29. október fá veglegan gjafapoka með kaupunum og verður SHAY hanastél sem þær systur þróuðu í samstarfi við barþjóna Tryggvaskála frumsýnt í tilefni dagsins. Til að slá botninn í afmælisvikuna ætla þær svo að kynna nýtt vörumerki í opinni afmælisgleði sem hefst kl. 22 í Tryggvaskála þann 5. nóvember þar sem SHAY hanastélið verður á tilboðsverði.

Systurnar Íris og Margrét Lea Bachman Haraldsdætur eru konurnar á bakvið SHAY og kemur innblástur þeirra úr ólíkum áttum þó að snyrtivörur séu sameiginleg ástríða þeirra beggjaÉg hef verið í um 10 ár í þessum snyrtivörubransa og hef alltaf elskað hann, þetta hefur lengi verið draumur hjá mér. Margrét fór í BA nám í fashion marketing and communication í Barcelona. Þar lærði hún inná viðskipti og markaðsfræði og kviknaði mikill áhugi hjá henni áfyrirtækjarekstri, samfélagsmiðlum, tísku og fleira,“ segir Íris sem er með meistarapróf í snyrtifræði, en þær systur eru báðar lærðir förðunarfræðingar.

Íris og Margrét Lea. Mynd: Emelía Sól Gústavsdóttir

Sjúkar í sólarvörn

Vinsælustu vörurnar í SHAY eru fjölbreyttar, en þar ber að nefna crossiant hárklemmu sem þykir algjört þarfaþing, augnháraserum frá Grande Lash sem lengir og þéttir augnhár, Lancome lash idole, uppáhalds maskarann hennar Írisar sem gerir „ALLT“ og Erborian CC krem sem litaleiðrétta, jafna áferð og veita húðinni góðan raka. „Sólarvörn er svo eitthvað sem við systur viljum að öll venji sig á, spf 50 alla daga, allan ársins hring er okkar mottó, en Thank you farmer sun project Water sun cream er ein af mest seldu vörunum okkar.

Þetta var eitthvað sem átti 100% að gerast

Opnun SHAY kom til vegna breyttra aðstæðna í fjölskyldunni, Íris og Margrét unnu báðar í Reykjavík og keyrðu daglega á milli en eftir að Íris varð tveggja barna móðir og einstæð í ofanálag kom hugmyndin að opnun SHAY upp í fæðingarorlofinu og tók öll fjölskyldan vel í hana. Við erum að tala um að hugmyndin kom uppá yfirborðið í apríl 2021 og varð að veruleika í október 2021! Þannig allt gerðist mjög hratt, það var enginn tími fyrir hik. En við fjölskyldan elskuðum hvert skref og hefðum ekki getað þetta án hvors annars,“ segir Íris, en Eygló og Haraldur, foreldrar þeirra hafa staðið þétt við bakið á stelpunum sínum í þessu stóra verkefni. Þetta gerðist allt svo hratt og allt gekk upp, þetta er eitthvað sem átti 100% að gerast. Þetta var smá óraunverulegt lengi og við systur hugsuðum oft bara ha? Við erum búnar að opna okkar eigin verslun í þessum geggjaða nýja miðbæ. En eftir að boltinn fór að rúlla þá gerðist allt mjög hratt og við fjölskyldan lögðum okkur öll 110% fram til þess að þetta gæti orðið að veruleika

Við elskum áskoranir

Aðspurðar hvað hafi komið þeim mest á óvart við það að hefja rekstur segja stelpurnar að ábyrgðin vegi þungt. „Við erum algjörlega ábyrgar fyrir öllu, það gerist ekkert nema við gerum það sjálfar. Þetta er fyrsta fyrirtæki okkar beggja og við höfðum þar af leiðandi ekki neina reynslu í fyrirtækjarekstri þegar við opnuðum SHAY. Síðasta ár hefur verið mikill lærdómur og við höfum báðar þroskast mikið, bæði í samskiptum við hvor aðra og í tengslum við viðskipti. Við erum með stórar hugmyndir fyrir framtíðina, við elskum að betrumbæta okkur og verslunina. Fyrst og fremst ætlum við að halda í faglega þjónustu til að geta mætt okkar viðskiptavinum. Við erum á fullu núna að vinna í netverslun til þess að mæta betur nærumhverfi okkar, það verður gaman að halda áfram að læra og þróa fyrirtækið næstu árin. Við eigum enn margt ólært og það koma nýjar áskoranir nánast daglega, en við elskum þær,“  segja stelpurnar kátar.

Við erum þakklátar fyrir hvor aðra, það er alls ekki sjálfgefið að vinna með systur sinni í drauma starfi og stöðu og eiga svona frábært systra samband og fjölskyldu. Án fjölskyldunnar, vina, kunningja og viðskiptavina þá væri SHAY ekki til! Við erum óendanlega þakklátar fyrir mjög góðar móttökur og hlökkum til þess að halda afram að taka á móti ykkur í litlu versluninni okkar,“ segja Íris og Margrét að lokum.

Nýjar fréttir