7.3 C
Selfoss

Aðalskoðun opnar á Selfossi

Vinsælast

Í dag, fimmtudaginn 27. október, opnaði Aðalskoðun nýja skoðunarstöð við Eyraveg 51 á Selfossi. Aðalskoðun er fyrir í Reykjanesbæ og á 4 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og eru reglulega með starfsstöðvar Grundarfirði, Ólafsfirði, Reyðarfirði og á Kópaskeri.

Dagurinn hefur farið vel af stað, nú þegar hafa nokkrir bílar rennt hér í gegn. Töluvert af kúnnum búsettum á Selfossi og nágrenni hafa komið á stöðvarnar okkar á höfuðborgarsvæðinu og hafa kallað eftir því að við kæmum á svæðið . Við höfum verið lengi á leiðinni, það tók tíma að finna húsnæði sem hentaði og hægt væri að keyra í gegnum. Við erum mjög ánægð með þessa aðstöðu og staðsetningin sem við náðum okkur í er náttúrulega einkar skemmtileg. Þetta er náttúrulega stórt markaðssvæði, Selfoss og sveitarfélögin hérna í kring svo það var margt sem togaði í okkur. Ég var hjá þeim í 17 ár, flutti svo hingað á svæðið og þeir hóuðu í mig um leið og þeir fundu húsnæði,“ segir Gunnar Karl Ársælsson stöðvarstjóri en hann og María Ása Ásþórsdóttir móttökustjóri tóku vel á móti blaðamanni Dfs í morgunsárið.

Nýjar fréttir