0 C
Selfoss

Ný tölvu- og rafeindaþjónusta á Selfossi

Vinsælast

Þann 1. október sl. opnaði Magnús Hermannsson, rafeindavirkjameistari og kerfisstjóri, rafeinda- og tölvuþjónustu í bílskúrnum að Úthaga 13 Selfossi. Magnús er giftur Önnu Lindu Sigurðardóttur, deildarstjóra Fjölmenningardeildar Vallaskóla sem er hans hægri hönd. Ákvörðunin var tekin í kjölfar uppsagnar Magnúsar, eftir að að tölvudeild Árborgar var lögð niður þann 1. júlí sl.

Magnús hefur víðtæka reynslu í rekstri á tölvukerfum og hefur meðal annars starfað hjá Árborg, Árvirkjanum, Kögun Keflavík og við Lóranstöðina á Gufuskálum. Hann býr yfir mikilli þekkingu þegar kemur að lampagræjum og smíðar til dæmis slíka magnara. Upplýsingar um það og fleira má finna á heimasíðunni tubes.is.

Hjá Magnúsi verður boðið upp á yfirfærslur á stafrænt form, s.s. vinyl, kassettur, ljósmyndir, slides, vhs, 8mm, miniDv og fleira. Einnig stendur til að bjóða uppá skýjalausnir hvað það varðar. Þá hefur hann mikla reynslu í viðgerðum á plötuspilurum, mögnurum og hvers kyns raftækjum.

Auglýstur opnunartími er 9-16 virka daga og eftir samkomulagi. Síminn er 6997684.

Í október er boðið uppá 20% afslátt af öllum yfirfærsluverkefnum sem koma inn.

Opið hús verður föstudaginn 14.10 kl. 16-19 þar sem í boði verða kaffiveitingar.

Anna Linda og Magnús.

Nýjar fréttir