7.3 C
Selfoss

Skin og skúrir í KIA Gullhringnum

Vinsælast

KIA Gullhringurinn sem fór fram um síðustu helgi á Selfossi, er umfangsmesta hjólreiðakeppni landsins. Keppnin var fyrst haldin árið 2012 og hefur verið haldin árlega síðan. Fyrst fór keppnin fram á Laugarvatni en sumarið 2021 var breytt um umhverfi og KIA Gullhringurinn fékk nýjan heimavöll á Selfossi.

Keppnin fór fram í ágætu veðri, á laugardag voru skúrir sem gengu yfir þau sem hjóluðu 43-59 km en glampandi sól skein á þáttakendur í Votmúlahring fjölskyldunnar sem hjólaður var á sunnudaginn. Keppnisbrautirnar lágu um láglendið í kring og keppendur þræddu sig um Árborgarsvæðið með viðkomu á Stokkseyri og Eyrarbakka. Mottó KIA Gullhringsins er “Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir” og er hægt að velja sér vegalengd eftir getu hvers og eins. Allt þekktasta hjólreiðafólk landsins hefur tekið þátt í  keppninni í gegnum árin og það sem skemmtilegra er að nýliðar í sportinu hafa notað KIA Gullhringinn sem fyrstu keppnina sína og þannig formlega innkomu sína í sportið.

Nýjar fréttir